Stálu 40 lítrum af bensíni

Brotist var inn í bátaskýli við Ósbraut í Garðinum á föstudag og þaðan stolið tveimur 20 lítra brúsum af bensíni.
Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum er málið í rannsókn.
Eflaust hafa einhverjir þarna viljað spara sér bensínkostnaðinn sem fylgir löngu ferðalagi um verslunarmannarhelgina og gripið til þessa ráðs.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				