Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stálu 25 kílóum af gasi
Föstudagur 20. apríl 2012 kl. 14:33

Stálu 25 kílóum af gasi



Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um þjófnað Í Nettó í Reykjanesbæ í gær. Sá fingralangi reyndist enn vera í versluninni þegar lögreglumenn mættu á vettvang og skilaði hann vörunum, sem hann hafði tekið, óskemmdum.

Þá var lögreglu tilkynnt um þjófnað á fimm gaskútum frá fyrirtæki í Reykjanesbæ í vikunni. Sá eða þeir sem þarna voru að verki höfðu klippt í sundur lás á geymslugrind sem er á bak við fyrirtækið og komist þannig inn í hana. Þeir höfðu á brott með sér samtals 25 kíló af gasi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024