Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stálpípuverksmiðju fagnað í Helguvík
Fimmtudagur 1. apríl 2004 kl. 10:26

Stálpípuverksmiðju fagnað í Helguvík

Samningar um byggingu stálpípuverksmiðju í Helguvík eru í höfn. Verkefnið hefur verið fjármagnað en bæði innlendar og erlendar bankastofnanir koma að fjármögnun verkefnisins. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar og Reykjaneshöfn munu undirrita samninga við International Pipe and Tube í Helguvík kl. 15 í dag. Við það tækifæri verður bæjarbúum boðið upp á veitingar, enda ástæða til að fagna fyrirtæki sem á eftir að veita yfir 200 manns atvinnu.
Axel Jónsson, veitingamaður í Matarlyst, var í Helguvík nú áðan að undirbúa veisluna. Hann gerði ráð fyrir allt að 500 manns og því hefur hans fólk í Matarlyst unnið í alla nótt við að smyrja snittur og skera niður osta.

Myndin: Axel Jónsson veitingamaður í Helguvík í morgun. Það er vætusamt og því verður tjaldað yfir veisluna á Hafnarbakkanum. VF-mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024