Stálpípuverksmiðja í Helguvík: Ákvörðun tekin um miðjan mars
Bandaríska fyrirtækið International Pipe and Tube mun taka ákvörðun um byggingu Stálpípuverksmiðju í Helguvík um miðjan mars að sögn David Snyder framkvæmdastjóra fyrirtækisins. David sagði í samtali við Víkurfréttir að fundum með verktökum hefði verið frestað um eina viku:“Við munum eiga fundi með verktökum, m.a. íslenskum næsta fimmtudag og föstudag þar sem þeir munu leggja fram sín tilboð. Við gerum ráð fyrir að ákvörðun liggi fyrir um miðjan mars um það hvort fyrirtækið muni hefja byggingu stálpípuverksmiðju í Helguvík," sagði David Snyder í samtali við Víkurfréttir.