Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stal radarvara og skildi eftir buxnaskálm
Þriðjudagur 29. október 2013 kl. 05:11

Stal radarvara og skildi eftir buxnaskálm

Miklar skemmdir voru um helgina unnar á bifreið, sem stóð fyrir utan leikskóla í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Tvær hliðarrúður í henni höfðu verið brotnar og hún rispuð og dælduð á afturhurð. Þá hafði gömlum radarvara verið stolið úr henni. Í framsæti lá afklippt buxnaskálm af bláum galla, sem umráðamaður bifreiðarinnar kannaðist ekki við.

Lögregla rannsakar málið.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024