Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Stal merkjafatnaði í fríhöfninni
Föstudagur 13. september 2019 kl. 08:26

Stal merkjafatnaði í fríhöfninni

Lögreglu flugstöðvardeildarinnar á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning þess efnis að óprúttinn aðili hefði látið greipar sópa í fríhafnarverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.  

Viðkomandi lagði leið sina í þrígang inn í verslunina og hafði á brott með sér varning án þess að greiða fyrir hann. Sá sem grunaður var reyndist vera kominn um borð í flugvél og var hann handtekinn þar. Hann heimilaði lögreglu leit í ferðapoka sem hann var með og þar var merkjafatnaður með verðmiðum á, samtals að verðmæti nær 50 þúsund krónum.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Ferðalangurinn erlendi viðurkenndi að hafa tekið fötin án þess að greiða fyrir þau og bar fyrir sig að hann hefði hvorki verið með peninga eða kort til að borga fyrir varninginn.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25