Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stakk inn á sig fatnaði og gekk út
Laugardagur 30. nóvember 2019 kl. 06:01

Stakk inn á sig fatnaði og gekk út

Þjófnaður úr fataverslun var tilkynntur lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni. Sást til aðila sem hafði stungið inn á sig fatnaði í versluninni og gengið út án þess að borga. Vitað er til þess að viðkomandi náði að taka með sér fatnað sem er samtals að verðmæti 12 þúsund krónur en ekki liggur fyrir hvort hann hafði  meiri verðmæti á brott með sér.
Lögregla rannsakar málið.

Þá hefur verið óvenju mikið um umferðaróhöpp í umdæminu það sem af er vikunni, en engin alvarleg slys á fólki.  Má þar nefna að ökumaður sem var að aka Byggðaveg missti skyndilega stjórn á bifreið sinni með  þeim afleiðingum að hún byrjaði að snúast og stöðvaðist á ljósastaur.
Annar ökumaður blindaðist af sól sem er lágt á lofti þessa dagana og ók á bifreið sem verið var að bakka út úr stæði á Njarðvíkurbraut. Bifreiðin sem ekið var á lenti á þriðju bifreiðinni sem var kyrrstæð og mannlaus.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024