Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stakk af eftir umferðaróhapp á Reykjanesbraut
Mánudagur 7. júlí 2008 kl. 07:20

Stakk af eftir umferðaróhapp á Reykjanesbraut

Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu, í gærkvöldi, um umferðaróhapp á Reykjanesbraut, við Fitjar. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hafði bifreið verið ekið framúr annnarri og lentu þær saman. Við þetta lenti bifreiðin sem ekið var framúr utan vegar og skemmdist, en tjónvaldurinn stakk af. 

Vitni að atvikinu náði skráningarnúmerinu og lét lögreglu vita. 

Bifreiðin fannst síðar í Sveitarfélaginu Vogum og voru þrír menn handteknir vegna málsins. 

Þeir voru allir ölvaðir og því vistaðir í fangageymslu þar til hægt verður að yfirheyra þá.