Þriðjudagur 7. mars 2000 kl. 18:01
Stakk af
Kona tilkynnti til lögreglu að ekið hefði verið á bifreið hennar á Grænásvegi snemma á mánudagsmorgunn og ökumaðurinn stungið af. Hún taldi sig hafa náð númerinu á bílnum en þegar betur var að gáð reyndist ekki vera um réttan bíl að ræða. Ökumaðurinn sem stakk af er því enn ófundinn.