Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stafnesið heldur í olíuleiðangur á Svalbarða
Laugardagur 10. ágúst 2013 kl. 10:11

Stafnesið heldur í olíuleiðangur á Svalbarða

Stafnes KE 130 er á leið til olíuleitar norðan við Svalbarða. Báturinn hélt í dag í fjögurra mánaðar úthald frá Njarðvíkurhöfn en Stafnesið verður eitt af nokkrum fylgdarskipum í stórum rannsókarleiðangri. Frá þessu greindi þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson á facebooksíðu sinni en hann heimsótti skipverja þegar brottför var í undirbúningi.

Hlutverk skips og áhafnar er að fylgjast með dýpi, mæla hita sjávar og varða leið fyrir stóru rannsóknarskipi sem dregur á eftir sér kappla til bergmálsmælinga. Skipverjar koma í mesta lagi fjórum sinnum í land á meðan úthaldið stendur. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stafnesið hefur gegnt ýmsum hlutverkum að undanförnu en báturinn var m.a. notaður í nýjustu kvikmynd Ben Stiller sem væntanleg er til sýninga.

Tengd frétt: Stiller í stórsjó