Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stærsta stöð N1 á Suðurnesjum rís í Reykjanesbæ
Föstudagur 5. maí 2023 kl. 11:16

Stærsta stöð N1 á Suðurnesjum rís í Reykjanesbæ

Skóflustunga hefur verið tekin að nýrri þjónustumiðstöð N1 að Flugvöllum í Reykjanesbæ. Um verður að ræða stærstu stöð fyrirtækisins á Suðurnesjum og einu stöðina á Íslandi sem mun bjóða upp á dekkja- og smurþjónustu auk eldsneytis- og rafhleðslustöðva. 

Áætlað er að framkvæmdum ljúki við stöðina í september árið 2023, en þeim hafði verið frestað um nokkur ár vegna heimsfaraldursins. Stöðin verður alls 1370 fermetrar að stærð og áætlað er að við opnunina skapist tíu ný störf á Suðurnesjum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, segir að ákveðið hafi verið að ráðast í framkvæmdirnar því að núverandi verkstæði fyrirtækisins að Ásbrú sé orðið of lítið. Þar að auki standi það ekki lengur undir þeim kröfum sem N1 gerir um aðstöðu fyrir viðskiptavini og starfsfólk. 
 
„Nýja stöðin verður mikilvægur þáttur í uppbyggingunni á þessu svæði. Við teljum mikilvægt að geta ekki aðeins þjónustað fólk sem á leið um svæðið heldur jafnframt alla þá starfsemi sem fer fram að Flugvöllum. Má þar nefna fjölmargar bílaleigur og ferðaþjónustufyrirtæki sem við eigum nú þegar í samstarfi við, ásamt því að geta þjónustað starfsemi sem reiðir sig á stærri farartæki. Þetta verður fyrsta N1-stöðin þar sem við tengjum saman dekkja- og smurþjónustu við hefðbundna þjónustustöð auk þess að vera með stærðarinnar dekkjahótel. Við munum því vel geta þjónustað fjölbreyttan hóp viðskiptavina á þessu mikilvæga svæði,“ segir Hinrik.