Stærsta mötuneyti Íslands laust til umsóknar
	Isavia hefur auglýst og óskað eftir áhugasömum aðila til að sjá um rekstur mötuneytis fyrir starfsfólk á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða tvö rými til útleigu undir mötuneyti sem allir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli hafa aðgang að.
	
	Um 6000 manns starfa í dag á Keflavíkurflugvelli og fer þeim fjölgandi. Innan fárra ára verður Keflavíkurflugvöllur stærsti einstaki vinnustaður á Íslandi.
	
	Isavia gerir kröfu um að ákveðin hæfnisskilyrði verði uppfyllt, þar á meðal að stjórnendur hafi reynslu af veitingarekstri sem nýtist við mötuneytisrekstur og mannaforráð, auk þess að hafa á að skipa starfsmanni sem hafi lokið sveinsprófi í matreiðslu.
	
	Áhugasamir eru hvattir til að senda inn umsókn fyrir 31. október næstkomandi.
	
	Nánari upplýsingar hér.


 
	
					 
	
						


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				