Stærsta hlutafélag á Íslandi
Aðalfundur Hitaveitu Suðurnesja var haldinn föstudaginn 30. mars í Eldborg í Svartsengi en fundargestir voru um 200. Að loknum aðalfundi var haldinn stofnfundur Hitaveitu Suðurnesja hf. en í henni sameinuðust HS og Rafveita Hafnarfjarðar. Samkvæmt upplýsingum endurskoðenda þá er þetta það hlutafélag sem stofnað hefur verið með mesta eigið fé á Íslandi að sögn Júlíusar Jónssonar forstjóra Hitaveitu Suðurnesja hf. FBA var stofnaður með sama hlutafé eða 6,8 milljarða en annað eigið fé var minna.
Brýtur blað í sögu orkumála
Í stofnaefnahagsreikningi Hitaveitu Suðurnesja hf. kemur fram að fastafjármunir eru um 10,2 milljarðar og veltufjármunir um 1,5 milljarðar. Langtímaskuldir eru 1,5 milljarður, skammtímaskuldir 1,3 milljarðar, lífeyrisskuldbinding um 400 m.kr. og eigið fé 8,4 milljarðar. Af eigin fé er hlutafé 6,8 milljarðar en endurskoðendur töldu að HS hf væri það hlutafélag á Íslandi sem hefði mest eigið fé við stofnun.
„Stofnun hlutafélags um orkufyrirtæki brýtur blað í sögu orkumála á Íslandi því ekkert annað fyrirtæki sem stundar orkusölu er rekið í hlutafélagsformi“, segir Júlíus.
Sameiningin við Rafveitu Hafnarfjarðar leiðir til þess að Hitaveita Suðurnesja hf. þjónar nú tæplega 40.000 íbúa svæði með rafmagn.
Farið yfir stöðuna
Ellert Eiriksson bæjarstjóri Reykjanesbæjar setti fundinn og skipaði Skúla Þ. Skúlason forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem fundarstjóra og Halldór Árnason bæjarritara í Hafnarfirði sem fundarritara. Stofnsamningur og eigendasamkomulag hins sameinaða fyrirtækis voru undirrituð af eftirfarandi aðilum: Ellerti Eiríkssyni, Skúli Þ. Skúlason og Kristmundi Ásmundssyni Reykjanesbæ, Helga Bjarnasyni Iðnaðarráðuneyti, Baldri Guðlaugssyni Fjármálaráðuneyti, Magnúsi Gunnarssyni Hafnarfjarðarbæ, Einari Njálssyni Grindavíkurbæ, Sigurði Val Ásbjarnarsyni Sandgerðisbæ, Sigurði Jónssyni Gerðahreppi og Jóhönnu Reynisdóttur Vatnsleysustrrandarhreppi.
Aðundirritun lokinni var hlutafélagið formlega orðið til og þá gerði Júlíus Jónsson stuttlega grein fyrir því sem gert hafði verið, væri að gerast og helstu áætlanir um næstu skref. M.a. var gerð grein fyrir stöðu starfsmannamála, vinnu við nýtt skipurit, stöðu gjaldskrármála, vinnu við upplýsingakerfi, tölvu- og símakerfi, undirbúningi nýrrar starfstöðvar í Hafnarfirði, samningum um orkukaup og ýmsum þróunar- og rannsóknarverkefnum. Í lokin voru kynntar lauslega hugmyndir um nýtt merki fyrir fyrirtækið.
Næst á dagskrá fundarins voru ávörp en þau fluttu Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri fyrir hönd ráðuneytanna, Ellert Eiriksson fyrir hönd Suðurnesjamanna, Magnús Gunnarsson fyrir hönd Hafnfirðinga, Guðmundur Árni Stefánsson fyrir hönd alþingismanna og loks formenn starfsmannafélaganna fyrir hönd starfsmanna en það voru Halldór Hringsson fyrir RH og Hallvarður Þröstur Jónsson fyrir hönd SFSB.
Ný stjórn HS hf.
Að lokinni yfirferð yfir stofnefnahagsreikning var félaginu kjörn stjórn og er hún þannig skipuð:
Aðalmenn:
Ingólfur Bárðarson , Óskar Þórmundsson og Björn H. Guðbjörnsson Reykjanesbæ, Magnús Gunnarsson og Tryggvi Harðarson Hafnarfirði, Ómar Jónsson Grindavík, Jón H. Norðfjörð Sandgerði, Sigurður Ingvarsson Gerðahreppi, Jón Gunnarsson Vatnsleysustrandarhreppi, Guðjón Stefánsson Iðnaðarráðuneyti og Árni Ragnar Árnason Fjármálaráðuneyti.
Varamenn voru kosnir: Jóhanna María Einarsdóttir, Jóhann Einvarðsson og Theódór Magnússon
Reykjanesbæ, Þorsteinn Njálsson og Lúðvík Geirsson Hafnarfirði, Ólafur Guðbjartsson Grindavík,
Egill Ólafsson Sandgerði, Ólafur Kjartansson Gerðahreppi, Eiður Örn Hrafnsson Vatnsleysustrandarhreppi, Hallgrímur Bogason Iðnaðarráðuneyti og Finnbogi Björnsson Fjármálaráðuneyti. Að lokum var samþykkt að kjósa KPMG sem endurskoðendur Hitaveitu Suðurnesja hf.
Stærstu hluthafar Hitaveitu Suðurnesja hf.
Eins og fyrr segir er hlutafé félagsins 6.8 milljarða að nafnverði. Það skiptist í hluti og er hver hlutur ein króna eða margfeldi þeirrar fjárhæðar. Hlutaféð greiðist fyrir skráningu félagsins en stofnendur hafa skráð sig fyrir öllu hlutafé félagsins sem hér greinir:
Reykjanesbær 43,5%, Ríkissjóður Íslands 16,7 %, Hafnarfjarðarbær 16,7%, Grindavíkurbær 9,3%, Sandgerðisbær 5,8%, Gerðarhreppur 5,1% og Vatnsleysustrandarhreppur tæp 3%.
Í stofnsamningnum er tekið fram að engin sérréttindi fylgi hlutum í félaginu. Óheimilt er að veðsetja eða gefa hluti í félaginu án samþykkis stjórnar félagsins
Brýtur blað í sögu orkumála
Í stofnaefnahagsreikningi Hitaveitu Suðurnesja hf. kemur fram að fastafjármunir eru um 10,2 milljarðar og veltufjármunir um 1,5 milljarðar. Langtímaskuldir eru 1,5 milljarður, skammtímaskuldir 1,3 milljarðar, lífeyrisskuldbinding um 400 m.kr. og eigið fé 8,4 milljarðar. Af eigin fé er hlutafé 6,8 milljarðar en endurskoðendur töldu að HS hf væri það hlutafélag á Íslandi sem hefði mest eigið fé við stofnun.
„Stofnun hlutafélags um orkufyrirtæki brýtur blað í sögu orkumála á Íslandi því ekkert annað fyrirtæki sem stundar orkusölu er rekið í hlutafélagsformi“, segir Júlíus.
Sameiningin við Rafveitu Hafnarfjarðar leiðir til þess að Hitaveita Suðurnesja hf. þjónar nú tæplega 40.000 íbúa svæði með rafmagn.
Farið yfir stöðuna
Ellert Eiriksson bæjarstjóri Reykjanesbæjar setti fundinn og skipaði Skúla Þ. Skúlason forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem fundarstjóra og Halldór Árnason bæjarritara í Hafnarfirði sem fundarritara. Stofnsamningur og eigendasamkomulag hins sameinaða fyrirtækis voru undirrituð af eftirfarandi aðilum: Ellerti Eiríkssyni, Skúli Þ. Skúlason og Kristmundi Ásmundssyni Reykjanesbæ, Helga Bjarnasyni Iðnaðarráðuneyti, Baldri Guðlaugssyni Fjármálaráðuneyti, Magnúsi Gunnarssyni Hafnarfjarðarbæ, Einari Njálssyni Grindavíkurbæ, Sigurði Val Ásbjarnarsyni Sandgerðisbæ, Sigurði Jónssyni Gerðahreppi og Jóhönnu Reynisdóttur Vatnsleysustrrandarhreppi.
Aðundirritun lokinni var hlutafélagið formlega orðið til og þá gerði Júlíus Jónsson stuttlega grein fyrir því sem gert hafði verið, væri að gerast og helstu áætlanir um næstu skref. M.a. var gerð grein fyrir stöðu starfsmannamála, vinnu við nýtt skipurit, stöðu gjaldskrármála, vinnu við upplýsingakerfi, tölvu- og símakerfi, undirbúningi nýrrar starfstöðvar í Hafnarfirði, samningum um orkukaup og ýmsum þróunar- og rannsóknarverkefnum. Í lokin voru kynntar lauslega hugmyndir um nýtt merki fyrir fyrirtækið.
Næst á dagskrá fundarins voru ávörp en þau fluttu Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri fyrir hönd ráðuneytanna, Ellert Eiriksson fyrir hönd Suðurnesjamanna, Magnús Gunnarsson fyrir hönd Hafnfirðinga, Guðmundur Árni Stefánsson fyrir hönd alþingismanna og loks formenn starfsmannafélaganna fyrir hönd starfsmanna en það voru Halldór Hringsson fyrir RH og Hallvarður Þröstur Jónsson fyrir hönd SFSB.
Ný stjórn HS hf.
Að lokinni yfirferð yfir stofnefnahagsreikning var félaginu kjörn stjórn og er hún þannig skipuð:
Aðalmenn:
Ingólfur Bárðarson , Óskar Þórmundsson og Björn H. Guðbjörnsson Reykjanesbæ, Magnús Gunnarsson og Tryggvi Harðarson Hafnarfirði, Ómar Jónsson Grindavík, Jón H. Norðfjörð Sandgerði, Sigurður Ingvarsson Gerðahreppi, Jón Gunnarsson Vatnsleysustrandarhreppi, Guðjón Stefánsson Iðnaðarráðuneyti og Árni Ragnar Árnason Fjármálaráðuneyti.
Varamenn voru kosnir: Jóhanna María Einarsdóttir, Jóhann Einvarðsson og Theódór Magnússon
Reykjanesbæ, Þorsteinn Njálsson og Lúðvík Geirsson Hafnarfirði, Ólafur Guðbjartsson Grindavík,
Egill Ólafsson Sandgerði, Ólafur Kjartansson Gerðahreppi, Eiður Örn Hrafnsson Vatnsleysustrandarhreppi, Hallgrímur Bogason Iðnaðarráðuneyti og Finnbogi Björnsson Fjármálaráðuneyti. Að lokum var samþykkt að kjósa KPMG sem endurskoðendur Hitaveitu Suðurnesja hf.
Stærstu hluthafar Hitaveitu Suðurnesja hf.
Eins og fyrr segir er hlutafé félagsins 6.8 milljarða að nafnverði. Það skiptist í hluti og er hver hlutur ein króna eða margfeldi þeirrar fjárhæðar. Hlutaféð greiðist fyrir skráningu félagsins en stofnendur hafa skráð sig fyrir öllu hlutafé félagsins sem hér greinir:
Reykjanesbær 43,5%, Ríkissjóður Íslands 16,7 %, Hafnarfjarðarbær 16,7%, Grindavíkurbær 9,3%, Sandgerðisbær 5,8%, Gerðarhreppur 5,1% og Vatnsleysustrandarhreppur tæp 3%.
Í stofnsamningnum er tekið fram að engin sérréttindi fylgi hlutum í félaginu. Óheimilt er að veðsetja eða gefa hluti í félaginu án samþykkis stjórnar félagsins