Stærsta flugvél í heimi í Keflavík í nótt
Stærsta flugvél í heimi, Antonov 225, lenti á Keflavíkurflugvelli í nótt, á leið sinni til Bandaríkjanna. Vélin er að koma frá Grikklandi og farmurinn eru gríðarstórar rafstöðvar sem nota á á hamfarasvæðum í suðurríkjum Bandaríkjanna.
Flugvélin sem lenti í Keflavík í nótt er engin smásmíði. Hún er 84 metra löng og með 88,5 metra vænghaf. Vélin hefur sex mótora og fulllestuð er hún um 650 tonn í flugtaki. Þessi risastóra þota getur lengst flogið 15.500 kílómetra, en með fullan farm fer hún ekki nema um 4000 kílómetra.
Flugvélin er upphaflega smíðuð í Úkraínu til að taka þátt í geimferðaáætlun Sovétríkjanna sálugu og hlutverk vélarinnar var þá að flytja geimferju Sovétmanna. Eftir að Sovétríkin hrundu varð það hlutskipti vélarinnar að grotna niður en fyrir fjórum árum var vélin endurbyggð og er í dag notuð til að flytja þunga hluti heimshorna á milli.
Vélin mun fara frá Keflavík áleiðis vestur um haf seint í kvöld.
Myndin: Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir lendingu í nótt. VF-mynd/Atli Már
Flugvélin sem lenti í Keflavík í nótt er engin smásmíði. Hún er 84 metra löng og með 88,5 metra vænghaf. Vélin hefur sex mótora og fulllestuð er hún um 650 tonn í flugtaki. Þessi risastóra þota getur lengst flogið 15.500 kílómetra, en með fullan farm fer hún ekki nema um 4000 kílómetra.
Flugvélin er upphaflega smíðuð í Úkraínu til að taka þátt í geimferðaáætlun Sovétríkjanna sálugu og hlutverk vélarinnar var þá að flytja geimferju Sovétmanna. Eftir að Sovétríkin hrundu varð það hlutskipti vélarinnar að grotna niður en fyrir fjórum árum var vélin endurbyggð og er í dag notuð til að flytja þunga hluti heimshorna á milli.
Vélin mun fara frá Keflavík áleiðis vestur um haf seint í kvöld.
Myndin: Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir lendingu í nótt. VF-mynd/Atli Már