Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stærri safnaðarsalur kynntur á aðalsafnaðarfundi á sunnudaginn
Fimmtudagur 4. mars 2004 kl. 12:06

Stærri safnaðarsalur kynntur á aðalsafnaðarfundi á sunnudaginn

Hugmyndir að stækkun á safnaðarsal Ytri-Njarðvíkurkirkju verða kynntar á aðalsafnaðarfundi Ytri-Njarðvíkursóknar sem haldinn verður sunnudaginn 7. mars í safnaðarsal kirkjunnar.
Að sögn Ingólfs Bárðarsonar formanns sóknarnefndar Ytri-Njarðvíkursóknar er stjórn nefndarinnar mjög ánægð með tillöguna að stækkun safnaðarheimilisins. „Ef safnaðarfundurinn samþykkir þessa tillögu gerum við ráð fyrir að vinna að stækkuninni á næstu 5 til 10 árum. Við ætlum okkur ekki að fara út í neinn glannaskap í fjárfestingum.“
Eftir stækkunina mun kirkjan taka um 700 manns og í salnum verða rennihurðir þannig að hægt verður að skipta salnum í tvo sali. Ingólfur segir að með stækkuninni verði einnig sköpuð aðstaða fyrir starfsemi Systrafélags kirkjunnar og hefur Kvenfélagi Njarðvíkur verið boðin aðstaða fyrir starfsemi sína í safnaðarheimilinu. „Við stærri athafnir hefur kirkjubekkurinn verið þétt setinn og færri komist að en vilja. Við sjáum líka fram á að sóknin muni stækka mikið á næstu árum með tilkomu nýrra hverfa eins og Grænáshverfið,“ sagði Ingólfur í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024