Þriðjudagur 20. desember 2005 kl. 10:37
Stærri flugstöð: Steypuvinna hafin
Starfsmenn Ístaks byrjuðu í síðustu viku að steypa undirstöður viðbyggingar flugstöðvarinnar og munu að líkindum renna steypu í mót í grunninum nær daglega á næstunni. Á öðrum stað í sama grunni eru menn í jarðvinnu en þeim þætti lýkur væntanlega núna fyrir helgina.