Stærðfræðigeta Sandgerðinga í TIME
Í grein sem The Time Magazine birti í febrúar er vitnað í rannsókn á stærðfræðigetu Íslendinga. Þar kemur fram að Íslendingar hafa sérstöðu hvað varðar getu kynja í stærfræði af þeim 41 löndum sem voru rannsökuð. Sandgerðisbær er miðpunktur greinarinnar þar sem það kom í ljós að á meðan á Íslandi er 15 stiga munur á getu milli kynjana, þar sem stelpur eru með betri getu í stærðfræði er munurinn 30 stig í Sandgerði.
Í greininni kemur fram að kennarar í Sandgerði hafi ekki verið hissa á þessari niðurstöðu. Kennararnir segja að ástæða svona mikils munar á kynjum í stærðfræði í Sandgerði sé ekki endilega geta heldur metnaður. Strákarnir líta á skóla sem hindrun á leið þeirra í vel borgaða sjómennsku, stelpurnar hinsvegar telja að skólinn sé miðinn úr bænum.
Í greininni kemur fram að Margrét Ingþórsdóttir og Hanna María Heiðarsdóttir báðar 15 ára í Sandgerðisskóla hafi verið að keppa í særðfræðikeppni. Þá kemur stutt viðtal við 14 ára dreng að nafni Gísli Þór Hauksson sem veit alveg hvað hann ætlar að verða í framtíðinni og stærðfræði sé eitthvað sem hann græði ekkert á. „Ég verð sjómaður“ segir hann, líkt og flestir forfeður hans.
Þá er rætt við Guðjón Kristjánsson skólastjóra í Sandgerði, „Ungir strákar sjá að eldri bróðir þeirra sem hefur aðeins verið til sjós í tvö ár en á þegar betri bíl og stærri hús en skólastjórinn“
Greinin heldur svo áfram og sýnir niðurstöður um að kvenfólk skipa aðeins 1/3 af raunvísindadeildum í háskólum, og að yfirburðir þeirra í raunvísindum minnki þegar þær sækja háskóla.
Þá endar greinin á tilraunum stjórnvalda til að stelpur detti ekki eins mikið úr raunvísindum og raun ber vitni og að strákar fái meiri metnað á stærðfræði í grunnskóla. Nefnd er tilraun Sandgerðisbæjar til að ráða bót á þetta með því að kynjaskipta bekki.
Greinina má finna hér
Í greininni kemur fram að kennarar í Sandgerði hafi ekki verið hissa á þessari niðurstöðu. Kennararnir segja að ástæða svona mikils munar á kynjum í stærðfræði í Sandgerði sé ekki endilega geta heldur metnaður. Strákarnir líta á skóla sem hindrun á leið þeirra í vel borgaða sjómennsku, stelpurnar hinsvegar telja að skólinn sé miðinn úr bænum.
Í greininni kemur fram að Margrét Ingþórsdóttir og Hanna María Heiðarsdóttir báðar 15 ára í Sandgerðisskóla hafi verið að keppa í særðfræðikeppni. Þá kemur stutt viðtal við 14 ára dreng að nafni Gísli Þór Hauksson sem veit alveg hvað hann ætlar að verða í framtíðinni og stærðfræði sé eitthvað sem hann græði ekkert á. „Ég verð sjómaður“ segir hann, líkt og flestir forfeður hans.
Þá er rætt við Guðjón Kristjánsson skólastjóra í Sandgerði, „Ungir strákar sjá að eldri bróðir þeirra sem hefur aðeins verið til sjós í tvö ár en á þegar betri bíl og stærri hús en skólastjórinn“
Greinin heldur svo áfram og sýnir niðurstöður um að kvenfólk skipa aðeins 1/3 af raunvísindadeildum í háskólum, og að yfirburðir þeirra í raunvísindum minnki þegar þær sækja háskóla.
Þá endar greinin á tilraunum stjórnvalda til að stelpur detti ekki eins mikið úr raunvísindum og raun ber vitni og að strákar fái meiri metnað á stærðfræði í grunnskóla. Nefnd er tilraun Sandgerðisbæjar til að ráða bót á þetta með því að kynjaskipta bekki.
Greinina má finna hér