Stækkun leikskóla og íþróttahúss á 3ja ára áætlun
Reiknað er með stækkun leikskólans um tvær deildir í nýrri 3ja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Garðs sem verður lögð til fyrri umræðu í bæjarstjórn í kvöld.
Þó ekki hafi verið biðlistar á leikskólanum þá er gert ráð fyrir íbúafjölgun í sveitarfélaginu með tilkomu álversins. Talið er að leikskólinn yrði fljótt flöskuháls í þeirri þróun og því hyggjast bæjaryfirvöld hafa vaðið fyrir neðan sig og vera tilbúin, að sögn Ásmundar Friðrikssonar, bæjarstjóra. Stefnt er að því að fara af stað með hönnunarvinnuna á næsta ári og jafnvel framkvæmdir.
Bæjaryfirvöld hafa einnig í hyggju að byggja við íþróttahúsið þar sem m.a. yrði byggð upp góð heilsuræktaraðstaða.
---
Ljósmynd/Oddgeir Karlsson.