Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stækkun í FLE dugar ekki að mati Icelandair
Þriðjudagur 16. september 2014 kl. 10:59

Stækkun í FLE dugar ekki að mati Icelandair

Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair telur að fyrirhuguð stækkun við Leifsstöð munu ekki duga til þess að mæta aukinni farþegaaukningu. Björgólfur segir í samtali við Morgunblaðið í dag að þetta valdi stjórnendum Icelandair áhyggjum. „Það er ekki hægt að segja að þessi stækkun dugi okkur í langan tíma,“ en ný flugáætlun Icelandair gerir ráð fyrir að farþegum sem ferðist með félaginu, fjölgi um 300 þúsund á næsta ári. Björgólfur gagnrýnir einnig þær áætlanir Isavia að ráðast í breytingar á verslunarsvæði flugstöðvarinnar. „Við erum þeirrar skoðunar að forgangsröðun hjá Isavia sé ekki rétt. Við erum ekki einir um að gagnrýna þá stefnu þeirra að fara í þetta útboð á sama tíma og okkur finnst þeir ekki ná að sinna þörfum stórs viðskiptavinar eins og okkur,“ segir Björgólfur í samtali við Morgunblaðið.

Með stækkun suðurbyggingar Leifsstöðvar bætast við sex ný brottfararhlið en um er að ræða 5000 fermetra viðbyggingu sem á að vera komin í  notkun árið 2016.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024