Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stækkun heilsuleikskólans Skógaráss til skoðunar
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 1. október 2019 kl. 08:49

Stækkun heilsuleikskólans Skógaráss til skoðunar

Erindi frá Skólum ehf. varðandi stækkun heilsuleikskólans Skógaráss á Ásbrú var tekið fyrir á fundi fræðsluráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku. Óskað er eftir viðræðum og samstarfi við Reykjanesbæ um að stækka heilsuleikskólann Skógarás, þar sem mögulega væri hægt að taka inn yngri börn en nú er gert.

Í fundargerð fræðsluráðs segir að stefna Reykjanesbæjar er að innan þriggja ára verði hægt að bjóða að lágmarki öllum 18 mánaða börnum og eldri upp á leikskólavist í leikskólum bæjarins. Reykjanesbær stefnir á stækkun leikskóla í bæjarfélaginu í þeim hverfum þar sem öll leikskólapláss eru nýtt, til þess að geta boðið 18 mánaða börnum pláss.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fræðsluráð felur fræðslusviði að eiga í viðræðum við Skóla ehf., rekstraraðila leikskólans Skógaráss, um mögulegar leiðir til þess að bjóða 18 mánaða börnum leikskólavist.