Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar boðin út með hraði
Mánudagur 18. apríl 2005 kl. 11:24

Stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar boðin út með hraði

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. efnir til forvals verktaka fyrir lokað útboð vegna stækkunar og breytinga í svokallaðri norðurbyggingu flugstöðvarinnar (sem er hin upprunalega flugstöð). Flugstöðvarbyggingin verður stækkuð til suðurs um 5.000 fermetra og skipulagi á 2. hæð verður jafnframt breytt svo mikið að líkja má við umbyltingu. Gert er ráð fyrir að verkið hefjist í júní næstkomandi og því ljúki 1. júní 2006. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 4,5 milljarðar króna.
Upphaflega var gert ráð fyrir því að hefja þessar framkvæmdir ekki fyrr en í haust og að ljúka þeim veturinn 2006/2007. Veruleg fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli gerir það aðkallandi að flýta framkvæmdum verulega, en gert er ráð fyrir að ný og breytt flugstöð verði tekin í gagnið áður en annatími sumarsins 2006 hefst.

http://airport.is/

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024