Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stækka athafnasvæði við Grindavíkurhöfn
Á efri myndinni sést hvar athafnasvæði Suðurgarðs verður stækkað (grái flöturinn á miðri mynd) en á neðri myndinni er teikning af fyrirhuguðum framkvæmdum.
Miðvikudagur 5. desember 2012 kl. 09:42

Stækka athafnasvæði við Grindavíkurhöfn

Ráðist verður í landfyllingu og stækkun athafnasvæðis við Suðurgarð Grindavíkurhafnar á næstunni. Hagtak ehf. átti lægsta tilboð í verkið og hefur bæjarráð falið hafnarstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið. Tilboð þeirra hljóðaði upp á 7.049.022 kr. Kostnaðaráætlun var 10.022.950 kr. Alls bárust 6 tilboð í verkið.

Hafnarstjórn telur að með landfyllingu við Suðurgarð verði til verðmætt athafnasvæði sem skapar framtíðarmöguleika í hafsækinni þjónustu í Grindavíkurhöfn og fyrirtækjum í Grindavík s.s. aukna vöruflutninga, makríllandanir, frystitogaralandanir og ýmislegt fleira. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðrir sem buðu í verkið voru Ingi Leifur Jónsson ehf., Hálsafell ehf, ÍAV ehf., Óskaverk ehf og Ellert Skúlason ehf.