Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Laugardagur 30. ágúst 2003 kl. 09:24

Staðráðin í að henda sér í sjóinn

Lögreglan í Keflavík hafði í nótt afskipti af konu sem hótaði að henda sér í sjóinn við Stapafell í Keflavík. Konan var flutt á lögreglustöð og eftir að hafa rætt við lögregluna var henni sleppt. Um klukkan hálf þrjú í nótt var lögreglan svo kölluð út vegna konu sem hafði hent sér í sjóinn af Keflavíkurbryggju og þurftu lögreglumenn að nota Markúsarnet við að ná konunni úr sjónum. Um sömu konu var að ræða og hafði áður hótað að henda sér í sjóinn. Konan var flutt til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024