Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Staðnir að kannabisreykingum
Föstudagur 15. febrúar 2013 kl. 16:48

Staðnir að kannabisreykingum

Lögreglan á Suðurnesjum stóð þrjá pilta innan við tvítugt að kannabisreykingum. Lögreglumenn voru við eftirlit í umdæminu þegar þeir veittu því athygli að opið var inn í húsnæði, er áður hafði þjónað sem félagsmiðstöð. Þegar inn var komið heyrðist tónlist frá herbergi í húsinu og þaðan barst einnig sterk kannabislykt.  Þar inni sátu þrír piltar, allir innan við tvítugt. Þeir viðurkenndu að vera nýbúnir að reykja kannabis. Í úlpuvasa eins þeirra fannst lítilræði af sama efni.

Auk þessa var karlmaður á þrítugsaldrei tekinn með smáræði af fíkniefnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.