Staðinn að ofsaakstri á Brautinni
Lögreglan í Keflavík stöðvaði ökumann á mikilli hraðferð á Reykjanesbraut í nótt, en hann hafði verið mældur á 158 km hraða. Eins og flestir vita er löglegur hámarkshraði 90 km á Brautinni.
Þá var ein líkamsárás tilkynnt til lögreglu en fram kemur í dagbók lögreglunnar í Keflavík að annars hafi næturvaktin verið með rólegra móti.