Staðinn að búðarhnupli í Njarðvík
Karlmaður sem staðinn var að þvi að stela vörum úr verslun í Njarðvík í vikunni hafði stungið inn á sig kremi, tannkremi og sjampói. Starfsmenn verslunarinnar stóðu hann að hnuplinu og voru með hann inni á verslunarstjóraskrifstofu þegar lögreglumenn á Suðurnesjum mættu á vettvang.
Maðurinn var færður til skýrslutöku á lögreglustöð.
Þá kom upp eldur í bílhræi sem verið var að tappa bensíni af í Njarðvik. Talið var að neisti frá geymi hefði komist í bensínið. Greiðlega gekk að slökkva eldinn.