Staðgengill sendiherra Bandaríkjanna heimsótti Reykjanesbæ
Jill Esposito staðgengill sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi kom í heimsókn í Ráðhús Reykjanesbæjar í síðustu viku og fékk kynningu á bæjarfélaginu og Reykjaneshöfn.
Eftir kynningu fóru Jill og sendiráðsteymið með Kjartani Má Kjartansyni bæjarstjóra og Halldóri Karli Hermannssyni hafnarstjóra til Helguvíkur í skoðunarferð.
Jill var í heimsókn á Reykjanesi ásamt sendiráðsteymi og kom hún víða við, m.a. í Auðlindagarðinum, Keili á Ásbrú og gagnaveri Advania á Fitjum. Hún lét vel af dvöl sinni þegar hún kom við í Ráðhúsinu til að kynna sér bæjarfélagið, starfsemi þess, þjónustu og samsetningu.
Mynd f.v. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Jill Esposito staðgengill sendiherra, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Ian Campell skrifstofustjóri hjá norrænu Eystrasaltsríkjunum og John P. Kill starfsmaður efnahags, umhverfis og viðskipta hjá sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi.