Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 19. september 2002 kl. 12:07

Staðfest að maðurinn sem svipti sig lífi var Írani

Lögreglan í Keflavík hefur fengið það staðfest að karlmaðurinn sem svipti sig lífi á gistiheimili í Reykjanesbæ, þann 9. þessa mánaðar var tæplega fertugur Írani. Hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli með falsað vegabréf, en maðurinn hugðist halda til Minneapolis. Lögreglan í Danmörku hafði tekið fingraför af manninum og með samanburði við þau fékkst uppruni hans staðfestur.Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar Keflavíkurlögreglunnar segir að Íraninn hafi tvívegis sótt um hæli í Danmörku, fyrst 1996 og aftur í upphafi þessa árs.Ekki er vitað hvar maðurinn dvaldi árin þar á milli en líklegt að hann hafi allan tímann verið í Evrópu. Engar grunsemdir hafa kviknað um að Íraninn hafi verið í tengslum við hryðjuverkahópa eða í öðrum vafasömum félagsskap. Hann mun hafa verið ókvæntur en lögreglunni hefur enn ekki tekist að hafa uppi á systkinum hans í Íran.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024