Staðbundin sjónvarpsstöð í Reykjanesbæ
Hafinn er undirbúningur að stofnun sjónvarpsstöðvar sem mun senda út efni á breiðbandskerfi Kapalvæðingar ehf. í Reykjanesbæ.Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Víkurfrétta verður byrjað á því að senda út fréttir og efni í textaformi sem og auglýsingar. Þá eru einnig möguleikar á því að senda út tilbúna þætti eða í beinni útsendingu.
Breiðbandskerfi Kapalvæðingar ehf. hefur stækkað mikið undanfarin ár. Á breiðbandi þess eru sjónvarpsmerki (16 rásir innlendar og erlendar) og FM útvarpsrásir.
Meðal þess sem fyrirtækið er einnig með í undirbúningi og skoðun er dreifing internets og síma á breiðbandinu.
Forráðamenn Kapalvæðingar ehf. segja möguleikana mikla og einungis spurning um hve hlutirnir muni gerast hratt.
Breiðbandskerfi Kapalvæðingar ehf. hefur stækkað mikið undanfarin ár. Á breiðbandi þess eru sjónvarpsmerki (16 rásir innlendar og erlendar) og FM útvarpsrásir.
Meðal þess sem fyrirtækið er einnig með í undirbúningi og skoðun er dreifing internets og síma á breiðbandinu.
Forráðamenn Kapalvæðingar ehf. segja möguleikana mikla og einungis spurning um hve hlutirnir muni gerast hratt.