Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Staða slökkviliðsstjóra Sandgerðisbæjar gerð að tímabundnu starfi
Þriðjudagur 12. apríl 2011 kl. 18:22

Staða slökkviliðsstjóra Sandgerðisbæjar gerð að tímabundnu starfi

Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar samþykkti á fundi í síðustu viku breytingartillögu bæjarstjóra um að staða slökkviliðsstjóra hjá Sandgerðisbæ yrði gerð að 100% stöðu tímabundið í 4 mánuði í stað eins árs eins og lagt hafði verið til af starfshópi um brunavarnir. Þessi fundur var í lengri kantinum en hann var settur kl. 17:30 og lauk honum kl. 22:35.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
„Staða slökkviliðsstjóra hjá Sandgerðisbæ verði gerð að 100% stöðu tímabundið í 4 mánuði í stað eins árs eins og lagt hefur verið til af starfshópi um brunavarnir og samþykkt í bæjarráði þann 8. mars s.l.“
Þar sem breytingartillaga bæjarstjóra gekk lengra en tillaga bæjarráðs bar forseti hana upp til atkvæða.

Magnús S. Magnússon, fulltrúi H-listans, lagði þá fram eftirfarandi bókun:
„Fulltrúi H- listans furðar sig á þeim mikla mun er varðar tímann í tillögum sem hafa komið fram um að gera slökkviliðsstjóra í Sandgerði að 100% stöðu. Fyrst í 100% stöðu tímabundið í eitt ár og verði það verkefni hans að ljúka brunavarnaráætlun fyrir Sandgerðisbæ sem samþykkt var í bæjarráði 8. mars sl. og svo þeirri tillögu sem nú liggur fyrir þessum fundi er varðar stöðu slökkvistjóra tímabundið í fjóra mánuði. Fulltrúi H-lista getur ekki séð hvernig starf það sem þessum aðila er ætlað að vinna geti gengið upp með vönduðum og ábyrgum hætti á fjórum mánuðum, til þess þurfi meiri tíma. Að gera brunavarnaráætlun og áhættumat fyrir Sandgerðisbæ hlýtur að vera meira verk og vandasamara en svo að það sé hrist fram úr erminni á fjórum mánuðum.“

Breytingatillaga bæjarstjóra var samþykkt með 6 atkvæðum B- D- og S- lista en fulltrúi H-listans greiddi atkvæði gegn tillögunni.

[email protected]