Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Staða skólameistara FS auglýst laus til umsóknar
Þriðjudagur 6. mars 2012 kl. 09:57

Staða skólameistara FS auglýst laus til umsóknar


Embætti skólameistara við Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur verið auglýst laust til umsóknar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skólameistari veitir framhaldsskólanum forstöðu. Hann stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma. Hann ber ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og að henni sé fylgt og hefur frumkvæði að gerð skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans.
Menntunar- og hæfniskröfur

Leitað er eftir einstaklingi með stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar.

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar skólameistara til fimm ára í senn að fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefndar. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1. ágúst 2012 en æskilegt er að viðkomandi geti komið að undirbúningi skólastarfs fyrir skólaárið 2012 - 2013.

Umsóknir með upplýsingum um starfsheiti ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir kl. 16:00, þriðjudaginn 20. mars 2012.

VF/mynd: Ólafur Jón Arnbjörnsson hættir sem skólameistari FS í vor.