Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Staða og framtíð Sandgerðishafnar til skoðunar
Sandgerðishöfn.
Fimmtudagur 1. júní 2017 kl. 14:00

Staða og framtíð Sandgerðishafnar til skoðunar

-Endurskoða fjölda stöðugilda og breytingar á vaktafyrirkomulagi

Skýrsla um rekstur og stöðu Sandgerðishafnar, sem unnin var af bæjar- og hafnarstjóra Sandgerðisbæjar, var til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Gestir fundarins voru Ólafur Þór Ólafsson og Fríða Stefánsdóttir, bæjarfulltrúar Sandgerðisbæjar, Reynir Sveinsson, formaður hafnarráðs Sandgerðishafnar, og Grétar Sigurbjörnsson, verkefnastjóri Sandgerðishafnar.

Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri, fór yfir skýrsluna en þar kemur m.a. fram að tekjur hafnarinnar fari minnkandi. Bæjarráð Sandgerðisbæjar leggur til að í ljósi minnkandi tekna við Sandgerðishöfn verði fjöldi stöðugilda endurskoðaður og breytingar gerðar á vaktafyrirkomulagi. Bæjarráð leggur til að gert verði samkomulag við Fiskmarkað Suðurnesja um vigtarmál og samstarf um þjónustu á hafnarsvæðinu. Bæjarráð leggur einnig til að unnið verði að því að opnunartími Sandgerðishafnar og Fiskmarkaðar verði samræmdur eins og verða má. Þá leggur bæjarráð til að gjaldskrá hafnarinnar verði tekin til endurskoðunar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024