Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Staða nýráðins skólastjóra verði lögð niður
Föstudagur 25. júní 2010 kl. 09:47

Staða nýráðins skólastjóra verði lögð niður


Gert er ráð fyrir því að staða skólastjóra við Hópsskóla í Grindavík verði lögð niður og starfsemi skólans færð undir Grunnskóla Grindavíkur. Fræðslu- og uppeldisnefnd bæjarins leggur þetta til. Nýr skólastjóri var ráðinn til Hópsskóla síðastliðið haust þegar hann var opnaður.

Fræðslu- og uppeldisnefnd hefur óskað eftir umsögnum frá skólaráðum og skólastjórnendum beggja grunnskóla um tillöguna. Hún gengur út á að „stofnunin Hópsskóli verði lög niður“ eins og það er orðað. Starfsemi skólans verði færð undir Grunnskóla Grindavíkur og stjórn skólastjóra þess skóla. Gert verði ráð fyrir því að yngstu bekkjardeildum hins sameinaða skóla verði kennt í húsnæði Hópsskóla. Tillagan gerir ekki ráð fyrir breytingum á högum núverandi starfsfólks Hópsskóla öðrum en þeim að staða skólastjóra verði lögð niður.

Fulltrúar G og S lista í nefndinni lögðu fram breytingartillögu þess efnis að sameining grunnskólanna yrði tekin út af fagaðilum en hún var felld.

Komið hefur fram að minnihlutinn í bæjarstjórn telur að með þessu ráðslagi verði allt skólastarf í Grindavík sett í uppnám. Tekist var á um málið í bæjarstjórn fyrir skemmstu þar sem meirihlutinn samþykkti að fela fræðslu- og uppeldisnefnd að vinna tillögu að útfærslu sameiningarinnar.
---

Mynd: Hópsskóli í Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024