Fréttir

Staða innflytjenda rædd í Stapa
Frá málþinginu. Mynd: Hera Ó. Einarsdóttir.
Fimmtudagur 20. nóvember 2014 kl. 08:42

Staða innflytjenda rædd í Stapa

- málþing á vegum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Málþing um stöðu innflytjenda var haldið í Stapa fyrir skömmu. Málþingið var haldið af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og var ætlað sveitarstjórnarmönnum og öðrum stjórnendum í sveitarfélögum, svo og starfsmönnum sem hafa umsjón með málefnum innflytjenda.

Í boði voru fjölbreytt erindi um málefni og stöðu innflytjenda á Íslandi. Tvö mjög áhugaverð erindi voru í höndum tveggja bæjarbúa Reykjanesbæjar, þeirra Heru Ó. Einarsdóttur og Angelu Marina Barbedo Amaro. Erindi Heru fjallaði um það hvernig við getum nýtt okkur reynslu norðurlandaþjóða í málefnum innflytjenda og fjallaði erindi Angelu um sjónarhorn innflytjandans og hvernig það sé að vera íbúi í Reykjanesbæ. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024