Staða Hitaveitu Suðurnesja alvarleg
Heildarskuldir Hitaveitu Suðurnesja hafa vaxið úr tólf milljörðum í ársbyrjun í tæplega 26 milljarða nú. Nemur hækkunum á lánum fyrirtækisins í krónum um 54 prósentum. Lánin eru öll í erlendri mynt. Forsvarsmenn fyrirtækisins funduðu í morgun með fulltrúum í iðnaðarnefnd og kynntu alvarlega stöðu fyrirtækisins fyrir nefndarmönnum. Mbl. is greinir frá þessu
MBL hefur eftir Júlíusi Jónssyni, forstjóra HS, að Hitaveitan geti ekki lengi þolað erfiða fjárhagsstöðu vegna veikingu krónunnar ef lánamarkaðir opnast ekki. Framkvæmdir sem fyrirtækið hafi áætlað að fara í, meðal annars stækkun á Reykjanesvirkjun vegna álversframkvæmda í Helguvík, verði ekki að veruleika ef ekki verði leyst úr fjárhagsstöðunni á næstu vikum og mánuðum.
Sjá frétt mbl.is hér