SSS: Vilja menningarsamning ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum haldinn í Reykjanesbæ 19.nóvember 2005, lýsir yfir áhuga á að gerður verði menningarsamningur milli sveitarfélaganna á Suðurnesjum og Menntamálaráðuneytisins sambærilegur og gerður hefur verið við önnur landssvæði, s.s. á Austurlandi. Skorar fundurinn á Menntamálaráðuneytið að taka upp viðræður sem fyrst við fulltrúa sveitarfélaganna um framtíðarsamning vegna samstarfs í menningarmálum.