SSS um efnahagsástandið: Sveitarfélögin snúi bökum saman
Samband sveitastjórna á Suðurnesjum, SSS, fullvissar Suðurnesjamenn um að sveitarfélögin fimm muni snúa bökum saman og vinna að heilum hug að því að efla atvinnuuppbyggingu og styrkja stoðir samfélaganna enn frekar í þeim efnahagserfiðleikum sem Íslendingar glíma nú við. Þetta segir í ályktun sem lögð var fram á aðalfundi SSS í morgun. „Framtíðin er björt og öll skilyrði til staðar til að gott mannlíf megi blómstra á Suðurnesjum hér eftir sem hingað til,“ segir ennfremur í ályktuninni.
VFmynd/elg: Frá aðalfundi SSS í morgun.