SSS: Ríkið tryggi fjármagn til náms á háskólastigi
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum haldinn í Reykjanesbæ 19.nóvember 2005, skorar á ríkisvaldið að tryggja fjármagn til að standa undir kostnaði af námi á háskólastigi um allt land. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hefur í nokkur ár staðið fyrir fjarnámi á háskólastigi í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Sveitarfélög og samtök launþega og atvinnurekenda á Suðurnesjum hafa árlega þurft að greiða umtalsverðan kostnað við húsnæði miðstöðvarinnar ásamt nauðsynlegum búnaði til rekstursins þar sem fjárframlögum ríkisins til símenntunarmiðstöðva er misskipt eftir landssvæðum. Suðurnes eru eitt fárra landssvæða þar sem málum er svo fyrir komið. Mikilvægt er að allir landshlutar sitji við sama borð þegar kemur að fjárframlögum til símenntunarmiðstöðva vegna fjarnáms á háskólastigi.
Jafnframt skorar aðalfundurinn á stjórnvöld að endurskoða tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga vegna yfirfærslu grunnskóla til sveitarfélaga og fleiri verkefni Kostnaður sveitarfélaga vegna aukningar í skólastarfi hefur leitt til þess að tekjur sem fluttust til sveitarfélagana við yfirfærslu grunnskólans duga engann veginn fyrir rekstri þeirra.
Jafnframt skorar aðalfundurinn á stjórnvöld að endurskoða tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga vegna yfirfærslu grunnskóla til sveitarfélaga og fleiri verkefni Kostnaður sveitarfélaga vegna aukningar í skólastarfi hefur leitt til þess að tekjur sem fluttust til sveitarfélagana við yfirfærslu grunnskólans duga engann veginn fyrir rekstri þeirra.