SSS mæti fjárlaganefnd Alþingis
Framundan eru fundir sveitarstjórna á Suðurnesjum með fjárlaganefnd Alþingis. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga leggur til að stjórn SSS fjalli um sameiginleg hagsmunamál fyrir svæðið og komi fram fyrir hönd sveitarfélaganna gagnvart Fjárlaganefnd Alþingis.
Þetta var samþykkt á síðasta fundi bæjarráðsins.