Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

SSS harmar að enginn Suðurnesjamaður sé í flugvallavinnuhópi
Fimmtudagur 14. september 2017 kl. 14:20

SSS harmar að enginn Suðurnesjamaður sé í flugvallavinnuhópi

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum telur mikilvægt að reynsla nærsamfélags alþjóðaflugvallar sé nýtt í allri vinnu í tengslum við framtíð flugsamgangna á Íslandi og harmar því að enginn Suðurnesjamaður hafi verði tilnefndur í vinnuhópinn sem á að fjalla um flugvelli á Suðvesturhorninu.

Þetta kemur fram í bókun stjórnar SSS á fundi sem haldinn var í gær.

„Skýrsla um hlutverk Reykjavíkurflugvallar í öryggiskerfi landsins sem var unnin að beiðni samgöngu og sveitarstjórnarráðherra er nýkomin út. Í framhaldi hefur ráðherra skipað starfshóp til að vinna frekar að málinu. Stjórn SSS telur mikilvægt að reynsla nærsamfélags alþjóðaflugvallar sé nýtt í allri vinnu í tengslum við framtíð flugsamgangna á Íslandi og harmar því að enginn Suðurnesjamaður hafi verði tilnefndur í vinnuhópinn sem á að fjalla um flugvelli á Suðvesturhorninu.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024