SSS: Fagna breytingum á skipan löggæslumála
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum haldinn í Reykjanesbæ 19.nóvember 2005 fagnar þeim breytingum sem kynntar hafa verið nýlega í skipan löggæslumála á Suðurnesjum með sameiningu Sýslumannsembætta í Keflavík og á Keflavíkurflugvelli. Með sameiningu embætta verður til öflugt lögreglulið þannig að bæta má grenndargæslu og gera löggæsluna sýnilegri á svæðinu öllu m.a. til að halda niðri umferðarhraða og stytta þann tíma sem tekur lögregluna að komast á vettvang.
Jafnframt beinir fundurinn því til stjórnvalda að tryggja nægar fjárveitingar til að halda uppi öflugri löggæslu á svæðinu og skorar á ríkisvaldið að kanna kosti þess að flytja Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra til Suðurnesja
Jafnframt beinir fundurinn því til stjórnvalda að tryggja nægar fjárveitingar til að halda uppi öflugri löggæslu á svæðinu og skorar á ríkisvaldið að kanna kosti þess að flytja Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra til Suðurnesja