Sr. Fritz Már valinn prestur í Keflavíkurprestakalli

Sr. Fritz Már Jörgenson Berndsen hefur verið valinn af kjörnefnd Keflavíkurprestakalls til þjónustu við prestakallið. Biskup mun skipa Fritz Má í embættið frá 1. október til næstu fimm ára.
Sóknarprestur Keflavíkurkirkju er sr. Erla Guðmundsdóttir en þrír sóttust eftir embættinu.