Sr. Skúli settur í embætti í kvöld
Í kvöld kl. 20:00 setur dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur í Kjalarnesprófastdæmi, sr. Skúla S. Ólafsson inn í embætti sóknarprests í Keflavíkurprestakalli.
Sr. Skúli prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigfúsi Baldvini Ingvasyni. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Hákonar Leifssonar organista kirkjunnar.
Kirkjugestum verður boðið til samsætis í safnaðarheimili kirkjunnar að athöfn lokinni.
Sr. Skúli prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigfúsi Baldvini Ingvasyni. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Hákonar Leifssonar organista kirkjunnar.
Kirkjugestum verður boðið til samsætis í safnaðarheimili kirkjunnar að athöfn lokinni.