Sr. Skúli settur í embætti í kvöld
Í kvöld kl. 20:00 setur dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur í Kjalarnesprófastdæmi, sr. Skúla S. Ólafsson inn í embætti sóknarprests í Keflavíkurprestakalli.
Sr. Skúli prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigfúsi Baldvini Ingvasyni. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Hákonar Leifssonar organista kirkjunnar.
Kirkjugestum verður boðið til samsætis í safnaðarheimili kirkjunnar að athöfn lokinni.





