Sr. Skúli á leið í Neskirkju
Skúli Ólafsson sóknarprestur Keflavíkurkirkju er næsti prestur í Neskirkju í Reykjavík. Það hefur legið í loftinu að Skúli væri á leið frá Keflavík enda er fjölskyldan flutt til Reykjavíkur en kona hans, Sigríður Björk Guðjónsdóttir nýráðin lögreglustjóri í Reykjavík.
„Ég fékk þau tíðindi nú fyrir stundu að valnefnd Nessóknar og biskup hefðu valið mig sem prest í Neskirkju. Ekki þarf að fjölyrða um það hversu þakklátur ég er og spenntur fyrir komandi verkefnum.
Hitt er jafnljóst að ég horfi nú á bak einstöku samfélagi Keflavíkurkirkju. Þar starfar hópur leiðtoga - prestsvígðra og skírðra, starfsmanna og sjálfboðaliða, kirkjugesta og heimilisfólks - sem hefur í sameiningu gert þennan söfnuð framúrskarandi á sviðum velferðar, æskulýðsstarfs og menningar. Samstarf hefur þróast yfir í vináttu sem ég veit að á eftir að lifa áfram og við eigum eftir að halda áfram að efla hvert annað í gleði og raun,“ segir Skúli á Facebook síðu sinni.