Sr. Elínborg valin sóknarprestur í Grindavík
Séra Elínborg Gísladóttir var í dag valin til að gegna embætti sóknarprests í Grindavíkurprestakalli. Fjórir sóttu um embættið sem auglýst var laust til umsóknar í júlímánuði.
Embættið veitist frá 1. september en í valnefnd sátu níu fulltrúar prestakallsins auk prófasts Kjalarnessprófastsdæmis og vígslubiskupsins í Skálholti.
www.visir.is