Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Spurt um varnarliðið á Alþingi
Miðvikudagur 10. mars 2004 kl. 09:22

Spurt um varnarliðið á Alþingi

Jón Gunnarsson þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi lagði fram skriflega fyrirspurn til utanríkisráðherra á alþingi í gær um varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Fyrirspurnin er í fjórum liðum og er ráðherra spurður hversu margir hermenn séu nú á vegum Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli og hversu margir þeir hafi verið á árunum 1990-2003. Einnig er spurt hver margir almennir borgarar dvelji nú á vegum Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli og hve margir Íslendingar starfi hjá varnarliðinu um þessar mundir.
Ráðherra er einnig spurður um hvort honum sé kunnugt um áætlanir um fjölda hermanna, almennra bandarískra borgarar og íslenskra starfsmanna á næstu þremur árum. Búast má við því að svar utanríkisráðherra við fyrirspurn Jóns Gunnarssonar berist á næstu tíu dögum.

VF-ljósmynd/Hilmar Bragi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024