Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sprunginn strætó í Garðinum
Laugardagur 23. febrúar 2013 kl. 13:17

Sprunginn strætó í Garðinum

Það ánægjulega vandamál hefur komið upp varðandi strætóferðir á milli Garðs, Sandgerðis og  Reykjanesbæjar, að nýting á þessum ferðum hefur sprengt allt skipulag utan af sér.

Strætóinn fer nú ellefu sinnum á dag virka daga og fjórum sinnum á dag um helgar eða samtals sextíu og þrjár ferðir í hverri viku og hefur greinilega verið þörf á, þar sem komið hefur upp að ekki hafi verið pláss fyrir alla í sumum ferðunum, og aukabíll sendur til að redda málum. 
Garður og Sandgerði greiða fyrir ferðirnar og eru þær því fríar fyrir þá sem nýta sér strætóinn.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vegna þessarar óvæntu notkunar á strætó var ákveðið á samráðsfundi, nú nýverið, að stökkva til og aðlaga kerfið þessari miklu aukningu, þrátt fyrir að nýbúið sé að gera breytingar á kerfinu
.
Byrjað verður að aka eftir nýrri áætlun mánudaginn 25. febrúar.

Þessi mikla þjónusta sem nú er veitt hefur kallað t.a.m. á samstarf íþróttafélaganna fjögurra á svæðinu, en knattspyrnudeildir Reynis, Víðis, Keflavíkur og Njarðvíkur eru komnar í samstarf með nokkra flokka iðkenda sem byggist að miklu leyti á að boðið sé upp  á þessar ferðir hér á milli byggðarlaganna.

Helstu breytingarnar eru þrjár.
-Ferð kl. 14:15 verður flýtt og verður hún kl. 14:00 virka daga.
-Einni ferð er bætt við kl. 16:15 alla virka daga.
-Eftir tvær fyrstu ferðir dagsins, sem aka leiðina Reykjanesbær - Sandgerði - Garður - Reykjanesbær og eru kallaðar "skólaferðir", breytist akstursleiðin og verður Reykjanesbær - Garður - Sandgerði - Garður - Reykjanesbær. Við það breyast einnig biðstöðvar í Sandgerði og Garði. Stoppað verður við Miðhús í stað Hlíðargötu í Sandgerði og ekki verður farið út að Nýjalandi í Garðinum. Verður því Bræðraborg ysta biðstöðin í Garðinum, þ.e. eftir tvær fyrstu ferðirnar.  

Vonast forstöðumenn strætó og fulltrúar bæjarfélaganna til að þetta auki þjónustuna og létti á þeim álagspunktum sem hafa myndast.

Frétt af heimasíðu Garðs.