Sprotasjóður styrkir Akur, Stóru-Vogaskóla og FS
Leikskólinn Akur, Stóru-Vogaskóli og Fjölbrautaskóli Suðurnesja voru meðal þeirra skóla sem í vikunni hlutu styrki úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2016 til 2017. Veittir voru styrkir til 38 verkefna að upphæð rúmlega 60 milljónir króna.
Leikskólinn Akur hlaut 650.000 króna styrk til fjölmenningarstarfs, Stóru-Vogaskóli hlaut 800.000 krónur til verkefnis um trú á eigin námsgetu hjá nemendum af erlendum uppruna. Þá hlaut Fjölbrautaskóli Suðurnesja 200.000 króna styrk til safnaheimsókna.
Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leik,- grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk hans að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.