Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sprengt með látum í Helguvík
Föstudagur 14. mars 2003 kl. 12:11

Sprengt með látum í Helguvík

Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar sprengdi fyrstu sprengjuna í nýju stórverkefni sem miðar að því að fjarlægja um 500.000 rúmmetra af klöpp í Helguvík sem síðan verður notuð við gerð sjóvarnagarða með ströndinni í Keflavík og Njarðvík. Sprengingin var í framhaldi á undirritun samnings milli Reykjanesbæjar og Íslenskra aðalverktaka um verkið. Samninginn undirrituðu Árni Sigfússon bæjarstjóri og Stefán Friðfinnsson forstjóri ÍAV.Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í lok febrúar að taka frávikstilboði Íslenskra aðalverktaka í sprengingar, efnisflutninga og frágangs á lóð fyrirhugaðrar stálpípuverksmiðju í Helguvík. Atvinnu- og hafnarráð hafði á fundi sínum þann 13. febrúar lagt til að tilboði ÍAV yrði tekið.

Bæjarstjórn fjallaði um málið á fundi sínum þann 18. febrúar en þar var samþykkt tillaga að vísa málinu til bæjarráðs sem hefur nú samþykkt tilboðið.

Tilboð Íslenskra Aðalverktaka hljóðar upp á tæpar 322 milljónir króna sem er um 58,7% af kostnaðaráætlun en áætlaður kostnaður við verkið var áætlaður rúmar 548 milljónir króna. Í frávikstilboði ÍAV er gert ráð fyrir að verkið hefjist fyrr en áætlað var í útboði.

Meðfylgjandi mynd er af sprengingu sem Árni Sigfússon stóð fyrir á svæðinu. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024