Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sprengjusérfræðingar á svæðinu
Mánudagur 5. október 2009 kl. 10:25

Sprengjusérfræðingar á svæðinu


Æfingin „Northern Challenge“, alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga hefur undanfarið staðið yfir  á gamla varnarliðssvæðinu við Keflavíkurflugvöll og í höfninni við Helguvík. Á æfingunni er reynt að skapa aðstæður eins raunverulegar og hægt er þar sem notaðar eru eftirlíkingar af hryðjuverkasprengjum sem fundist hafa um heim allan síðastliðin ár. Æfingin stendur yfir í tvær vikur og taka 80 sprengjusérfræðingar frá sjö þjóðum þátt í henni.
Æfingin hefur áunnið sér hlutverk innan NATO Í svo kölluðu POW ( Programme Of Work Against Terrorism) sem notað er í baráttunni gegn hryðjuverkum. Æfingin er haldin er á vegum Dómsmálaráðuneytisins, Landhelgisgæslunnar, Varnarmálastofnunar og NATO en þetta er í áttunda skipti sem æfingin fer fram hér á landi.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd - Frá æfingunni á gamla varnarsvæðinu. Sprengjusérfræðingur í fullum „skrúða".

Af vef Landhelgisgæslunnar www.lhg.is.